3 skref að LANGTÍMA heilsuvenjum
Sep 28, 2023
Rúllaðu upp heilsu-venjunum.
Hefurðu einhvern tíma velt því fyrir þér hvers vegna það er auðvelt að láta suma hluti verða hluti af rútínunni og svo virðist ómögulegt að ná öðrum markmiðum?
Kannski ákveður þú alltaf að missa þessi kíló sem eru að angra þig eða hafa meiri orku yfir daginn. Þú byrjar að æfa og borða betur, bara til að fara aftur í fyrrum venjur þínar eftir nokkrar vikur. Eða kannski geturðu aldrei vaknað um leið og vekjaraklukkan hringir og þú heldur áfram að sofa af lengi og stressa þig yfir að komast út á réttum tíma. Öðrum gæti fundist eins og þeir séu alltaf að eltast við tímann eða skortir skipulag og ná ekki að gera það sem þeir vilja gera.
En hvað veldur?
Ég held að svarið sé að líta inn á við og tengjast því sem skiptir þig raunverulega máli. Ertu að setja markmið sem skipta þig raunverulega máli, ertu að grafa dýpra og átta þig á hvað venjurnar sem þú ert með núna eru að uppfylla í lífi þínu? Það er alltaf ástæða fyrir því að við erum að gera það sem við erum að gera. Er hvatningin næg til að gera breytingarnar. Til að ná árangri þarftu að gera breytingarnar, það gerist ekki sjálfkrafa. Ef við endurtökum sama hlutinn aftur og aftur fáum við sömu niðurstöðu. Prófaðu nýjar leiðir.
Það er oft talað um að við þurfum að endurtaka hlutina í allavega 3 mánuði áður en það verður að venju, sem þýðir að í þrjá mánuði þá þurfum við að hafa meira fyrir hlutunum en svo verður það auðvelt. Þrír mánuðir hljóma kannski eins og það sé langur tími núna, en í hversu langan tíma hefur þú verið að reyna að breyta og hversu mikilli orku hefur þú eytt að tala um og hugsa um breytingarnar?
Ertu tilbúin að leggja á þig þriggja mánaða heilsusamlegri venjur til að ná markmiðum þínum? Ef ekki… Þá er kannski tími til að endurskoða hver eru markmiðin og aðlaga það að því sem þú ert tilbúin að gera núna.
Það getur verið svolítið yfirþyrmandi að átta sig á hvernig við byrjum, hvernig við náum að halda breytingunu við, kannski eru gamlar sögur og fyrrum reynsla að flækjast fyrir. En það sem er liðið er liðið, það er alltaf nýtt upphaf mögulegt og þú ert færari um svo miklu meira en þú heldur.
Það er talað um venjur sem umbund/hvatningar loop, en þetta er það sem gerist í heilanum á okkur þegar við erum að framkvæma hluti í okkar lífi.
1. Þú finnur hvatningu í umhverfinu til að framkvæma eitthvað.
2. Þú grípur til aðgerða.
3. Þú uppskerð ‘verðlaun’.
*Þetta gerist bæði þegar við erum að velja okkar óhollu venjur eða hollari venjurnar.
En hvernig hættum við að gefa eftir óhollu venjunum og byrjum að velja hollari venjurnar sem leiða til að við náum árangri? Við þurfum að verðlauna okkur til þess að gera þær og undirbúa umhverfið okkar í takt við okkar markmið.
1. Taktu til í umhverfinu þínu og undirbúðu þig.
Taktu í burtu það sem minnir þig á óheilbrigðu venjurnar og settu í umhverfi þitt ‘cues’ fyrir heilbrigðari venjurnar.
2. Einfaldaðu ferlið eins og hægt er.
Gerðu ákvarðanirnar eins einfaldar og hægt er og sjáðu til þess að það séu eins fáar hindranir í veginum.
3. Umbundaðu sjálfri þér fyrir jákvæðu aðgerðirnar.
Umbun eykur dópamín í heilanum á okkur sem hjálpar okkur að vilja endurtaka hegðunina.
Tony Robbins talar um þessi þrjú stoð fyrir langtímabreytingar sem mikilvægt er að byrja á;
STOÐ 1: FÓKUS
Þetta er nauðsynlegt fyrsta skref; þar sem þú færð skýrleika. Leiðin til að gera þetta er að fá laser-fókus á það sem þú vilt.
Ertu óviss um það hvernig þú færð þennan fókus?
Hugsaðu um eitthvað sem þú ert mjög góð í núna. Hvernig tókst þér svona vel? Líklega var það að í fortíðinni varstu alveg einbeitt að þessu verkefni með skýrleika og brennandi ástríðu/ ástæðu. Þú fæddist ekki með þessa kunnáttu, eins og að spila á píanó eða sigla - þú lærðir það með því að æfa þig.
Leiðin til að ná hvaða markmiði sem er byrjar á þessu skrefi.
Við höfum almennt ekki ánægju af því sem við erum ekki góðar í, en almennt erum við ekki góð í því sem við erum að byrja að gera í fyrsta sinn.
Næst er að skoða ; Af hverju viltu gera breytinguna? Gerðu ástæðuna svo sannfærandi að þú verðir mjög spennt að byrja/halda áfram, það sem þú setur fókus á er sú átt sem þú munt fara í.
Tökum dæmi um að búa til venjur til að ná markmiði þínu um að komast í betra form. Í stað þess að segja „Ég vil komast í betra form,“ vertu skýrari. Hvað er fyrir þig að vera í betra formi? Hvers vegna viltu það? Hvað munt þú geta gert þegar þú kemst í það form sem þú vilt?
Í staðinn, hvað ef þú sagðir eitthvað eins og „Ég er þreytt á að hafa ekki orku út daginn, að eiga erfitt með að leika við börnin mín. Ég er þreytt á að koma með afsakanir fyrir sjálfa mig. Mig langar að vakna á morgnana full af orku. Ég vil vera sterk. Ég vil vera hamingjusöm og líða vel. Ég vil finna lífskraft. Með því að hreyfa mig þrisvar í viku og borða hollan mat veit ég að mér mun líða þannig, því ég hef fundið fyrir því áður."
Hér höfum við sýn sem er skýr, sértæk og sannfærandi. Það er spennandi. Hér höfum við sýn sem er skýr, sértæk og sannfærandi. Það er spennandi. Með svona skýrleika muntu læra hvernig á að búa til heilbrigðar venjur og það til langtíma!
STÖÐUR 2: UNDIRBÚNINGUR
Þú hefur skilgreint markmið þitt og ástæðuna.
Nú þarftu plan og áætlun til að ná því. Það er kominn tími til að einbeita sér að því að byggja upp venjur, þær venjur sem þú vilt í raun og veru. Þú þarft það besta og átt það skilið - bestu áætlunina, besta þjálfarann, besta stuðninginn, besta leik-planið.
Hugsaðu um dæmi þitt um eitthvað sem þú ert nú þegar meistari í - líkurnar eru á að þú hafir haft kennara, þjálfara eða leiðbeinanda sem hjálpaði þér á leiðinni.
Þú getur fundið þennan stuðning á ýmsum stöðum: Kannski vinnur þú best í gegnum netið eða í persónu, í námskeiði eða fengið hjálp frá einhverjum sem þú þekkir og hefur farið í gegnum ferlið. Til að komast í betra form; dæmið okkar, gætir þú ráðið einkaþjálfara eða þjálfun sem hefur sannað að koma viðskiptavinum sínum þangað sem þeir vilja vera. Og ef þú reynir nálgun og hún virkar ekki, þá skaltu breyta henni. Fáðu þér nýjan þjálfara, prófaðu aðra áætlun. Breyttu nálgun þinni þar til þú finnur eitthvað sem virkar til að koma þér í átt að markmiði þínu. Markmiðin þín breytast ekki og þú veist þú kemst þangað.
STÖÐUR 3: KOMDU VENJUNUM Í AÐGERÐ
Þú ert einbeitt og hefur skýrleika, þú hefur plan og/eða stuðning.
Hvað er það sem hindrar þig í að skapa venjur sem eru í takt við markmið þín? Fyrir mörg okkar, jafnvel þegar við höfum réttu verkfærin, þá er eitthvað innra með okkur sem heldur aftur af okkur. Svo þú þarft að finna það sem hindrar þig svo þú getir byrjað.
Það er fólk sem vill komast í form en hreyfir sig samt ekki, fólk sem vill léttast en borðar samt allt of mikinn sykur sem kemur í veg fyrir árangur þeirra. Hér koma upp okkar sögur sem við segjum sjálfum okkur, sögur sem láta okkur endurtaka mynstur fortíðar okkar.
En ef þú þekkir mynstrið og hvað er á bak við það, muntu vera nær því að skilja hvað þú þarft að gera til að gera varanlegar breytingar.
Ef þú ert ekki að æfa gætirðu verið að segja sjálfum þér að þú hafir bara ekki tíma til að taka æfingu, að þú sért örmagna. Þú vinnur langa daga og vilt bara slaka á og eyða smá tíma með fjölskyldunni þegar þú kemur heim. Í stað þessa afsakana þarftu skýrari stefnu og ástæður.
Finndu lausnir. Kannski er svarið þitt að að fjóra daga vikunnar grípur þú kerruna og ferð að hlaupa eða ganga með börnunum þínum. Í stað þess að gefa upp fjölskyldutíma eða æfingu snúast tengsl þín við börnin þín núna um hreyfingu. Eða þú getur gert æfingar heima sem taka 20-30 mínútur og sparar þér ferðatímann í ræktina og þú nærð árangri á stuttum tíma.
Hvers konar áhrif myndi það hafa á lífið þitt?
Ekki byrja að trúa því að þú hafir ekki tíma fyrir eitthvað. Þú þarft bara að endurskipuleggja aðeins, þetta þarf að komast í rútínuna þína sem óumsemjanlegur partur af lífinu þínu.
Með þessu þá heldur ekkert aftur af þér.
Ef þú vilt aðstoð þá er ég alltaf til í að aðstoða. Bæði getur þú komið í áskrift hjá Optimal Health, það er frí prufuvika við skráningu, eða þú getur bókað einka-viðtal í heilsumarkþjálfun ef þú vilt frekari aðstoð við að gera þessar breytingar.
Heilsuknús,
Sylvía Sigurdardóttir
Ef þig vantar aðstoð þá býð ég upp á þjálfun sem taka á öllum þessum þáttum og meira í þjálfun minni hjá Optimal Health. Þú getur prófað 7 ókeypis prufudaga hér.
Verum í sambandi - fréttir, uppfærslur og fleira!
Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nýjustu fréttir og uppfærslur frá Optimal Health.
Ekki hafa áhyggjur, upplýsingum þínum verður ekki deilt.