Hæ! Ég heiti Sylvia og er stofnandi Optimal Health
Optimal Health varð til frá minni ástríðu fyrir hreyfingu, heilsu og því að hjálpa konum að byggja upp styrk, sjálfstraust og vellíðan sem endist.
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á líkamanum, huganum og því hvernig daglegt líf, álag, streita og ákvarðanir hafa áhrif á orkuna okkar og heilsu. Í gegnum árin hef ég lært að heilsa snýst ekki um að gera meira – heldur að gera það rétta, á réttum tíma.
Ég vinn með konum sem vilja:
-
vera sterkari – líkamlega og andlega
-
hafa meiri orku og betra jafnvægi
-
hætta að vera í „allt eða ekkert“ hugsun
-
finna sjálfstraust og öryggi í eigin líkama
Nálgun mín byggir á styrktarþjálfun sem grunnstoð, studd af mobility, endurheimt, taugakerfisvinnu og skýrri sýn og hugarvinnu.
Ekki öfgar. Ekki fullkomnun. Heldur að mæta, skilningur og sjálfstraust.
Minn bakgrunnur & nálgun
Ég er með bakgrunn í:
-
heilsumarkþjálfun
-
einkaþjálfun
-
yin yoga
og hef starfað bæði á heilsu-retreatum og í online heilsusamfélögum.
Ég sameina vísindalega nálgun á líkama og taugakerfi við mannlega dýpt, hlýju og skýra leiðsögn.
Það sem mér þykir mikilvægast í minni vinnu er að styðja, skýra, einfalda og hjálpa konum að treysta sjálfum sér aftur.
Optimal Health
Optimal Health er ekki skyndilausn.
Þetta er rými fyrir konur sem vilja byggja upp heilsu sem styður lífið þeirra.
Ef þú ert tilbúin að:
-
taka ábyrgð á eigin heilsu
-
byggja styrk með mildi og staðfestu
-
hætta að bíða eftir “rétta tímanum”
þá ertu á réttum stað.
Þú þarft ekki að gera þetta ein. Við gerum þetta saman.
“Time and health are two precious assets that we don’t recognize and appreciate until they have been depleted.”
– Denis Waitley
Optimal Health er hér til að hjálpa þér að nýta bæði tímann og heilsuna í dag, áður en þú missir af þeim.
Verum í sambandi!
Settu inn nafn og netfang, og ég sendi þér hvatningu, tilboð og ýmislegt gagnlegt sem gæti komið þér áleiðis á þínu heilsuferðalagi.