Þegar við trúum að eitthvað sé ómögulegt, þá verður það ómögulegt.
Það þýðir ekki að það sé nóg að trúa og þá gerast hlutirnir, en án þess að trúa er öruggt að ekkert breytist. Þetta hafa afreksíþróttafólk sannað aftur og aftur, til dæmis með því að þegar heimsmet er sláð þá verður alltí einu mögulegt fyrir hina að ná því 'auðveldlega'. Hugurinn okkar er ótrúlega kraftmikill.
Þegar við breytum ‘ég vil/ætla’ í ‘hvað ef það gæti gerst …’ 'Hvað ef ég gæti náð því formi sem ég vil vera í? Hvað ef ég gæti vaknað snemma og tekið æfingu? Hvað ef ég gæti ...' Fylltu inn það sem þú vilt gera í þínu lífi! Þá getum við án pressu byrjað að sjá möguleika um hvað við getum mögulega gert og skapað þá möguleika í hausnum á okkur, skapað okkur sýn og það sem hljómaði ómögulegt fer að verða kunnuglegt.
Ég átti samræður við eina vinkonu í gær, við vorum að tala um heilsumarkmið hennar, hún var að velta fyrir sér hvað væri mögulegt - eða ekki mögulegt réttara sagt. Í samræðunum pikkaði ég fljótt upp hennar takmarkandi trúr sem hún hafði. Ég spurði hvort ég mætti spyrja spurninga tengda þessu - sem hún var opin fyrir.
Spurningarnar voru einfaldar ;
‘Þú segir að það sé ekki mögulegt fyrir þig að léttast, þú hafir alltaf verið í þessu formi, upp og niður en aldrei á þeim stað sem þú vilt vera. - hvers vegna segir þú það?’
Hennar svar var að í hennar fortíð hafi þetta alltaf verið staðan og það verður alltaf staðan.
Með því var hún búin að setja sér væntingar eða takmörkun sem var alls ekki í samræmi við hvað hún vildi.
Ég endurtók spurninguna, en breytti henni örlítið ‘okay, en hvers vegna þýðir það hvað var í fortíðinni að nútíðin og framtíðin sé/verði eins’?
Hún stoppaði í augnablik, ég sá hvernig þetta vakti hana til umhugsunar, hún sagði mér að hún ætlaði að hugsa þetta aðeins, þetta hafi snert hana.
Setjum upp forvitnisgleraugun, hvað ef….þetta er mögulegt?
Ef þú setur þér það verkefni að byggja hús, en þú veist að efnið sem þú ætlar að nota mun ekki halda, svo það mun bókað ekki ganga upp. Myndir þú fara í það að byggja húsið? Myndir þú vera spennt og jákvæð og vinna með krafti?
-
Ef þú býst við að allt fari úrskeiðis eða sé ekki mögulegt gætirðu lagt minna á þig eða gerir ekki neitt til að snúa hlutunum við, sem þýðir að það að búast við því versta dregur fram það versta.
-
En hvað getur þú gert?
-
Vertu meðvituð! Það er nauðsynlegt að hafa í huga hugsanleg áhrif sem væntingar geta haft á hegðun þína. Ef þú trúir því að hlutirnir muni ekki fara vel, er líklegt að þú bregst við á þann hátt sem gerir þessa niðurstöðu líklegri.
-
Mundu hvert þú ert að fara og hvert þú vilt komast. Vertu trú þínum eigin markmiðum og skoðunum, jafnvel þó það stangist á við væntingar annarra.
-
Viðurkenndu hvernig væntingar annarra hafa áhrif á sjálfstrú þína: Gefðu gaum að væntingum þeirra sem eru í kringum þig og hvernig þær gætu haft áhrif á hegðun þína. Vertu viss um að einbeita þér að þínum eigin markmiðum og ekki láta aðra stjórna gjörðum þínum.
-
Mundu að sýna þér sjálfssamkennd: Ekki berja þig niður þegar þú uppfyllir ekki þínar eigin væntingar. Samþykktu að þú hafir gert mistök og lærðu af þeim. Haltu áfram og einbeittu þér að því sem þú getur gert öðruvísi næst.
Ég vona í dag að þú takir frá þessum texta að það sem var, þínar eigin takmarkandi trúr, sem mögulega hafa komið frá fyrri reynslu, frá samfélaginu, frá umhverfinu þínu…. Eru bara það; trúr, ekki sannleikur. Skorum á þessar trúr og sjáum hvort að við getum að minnsta kosti komið inn; ‘hvað ef’ í samræðurnar.
Heilsuknús,
Sylvía