"Það er eitthvað við Sylvíu sem fær mig til að líða vel og vilja gera betur. Hún er hvetjandi og á alltaf til svo góð og gangleg orð sem koma mér í gírinn. Sylvía hefur líka einhverja náðargáfu í að hlusta og lesa á milli línanna, það er alveg ótrúlegt hvað mér finnst hún oft hitta í mark. Hún er mikil fyrirmynd og vinur, alltaf svo glaðlynd, góð í að sjá gleðina í lífinu og allt þaðgóða og fallega sem lífið hefur upp á að bjóða. Það smitar svo sannarlega út frá sér. Það hefurreynst mér alveg virkilega vel að vinna með Sylvíu og hún hefur hjálpað mér að þjálfa upp bæðilíkama og sál, hjálpað mér að sjá þessa fallegu konu sem ég er og hitti á hverjum morgni íspeglinum, hjálpað mér að skilja að það þarf ekki alltaf að gera allt 100%, hjálpað mér að skiljaað það er í lagi að breyta planinu og svo mætti lengi telja. Sylvía er alveg ekta og algjörlega traustins verð."
- Sara María